140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[17:59]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nei, það eru engir sérstakir tímafrestir hvað þetta snertir. Ég vek athygli á 21. gr. samningsins um gildistöku þar sem segir, með leyfi forseta, orðrétt:

„Rammasamningur þessi öðlast gildi þann dag þegar samningsaðilarnir tilkynna hvor öðrum skriflega um samþykki þeirra í samræmi við gildandi löggjöf hvors um sig eða málsmeðferð hvors samningsaðila um sig.“

Samningurinn tekur því gildi þegar lögbundinni umfjöllun er lokið á vettvangi hvors aðila um sig þannig að það eru engir tímafrestir hvað það snertir.

Spurningunni um það hvort þegar sé búið að eyða einhverjum af þessum styrkjum svara ég neitandi. Mér vitanlega hafa engir IPA-styrkir verið afgreiddir enn sem komið er. Enda þótt gert sé ráð fyrir fjármagni í fjárlögum, bæði gjalda- og teknamegin, hefur eftir því sem ég best veit hefur engum styrkjum verið ráðstafað enn sem komið er.