140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[18:01]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þessari spurningu hv. þingmanns get ég ekki svarað. Ég hef engar upplýsingar um hvað olli því að rammasamningurinn kom ekki fyrr til meðferðar þingsins og þar með til umfjöllunar í utanríkismálanefnd en raun ber vitni, miðað við að hann var gerður síðasta sumar eins og þingmaðurinn bendir á. Einhverjar skýringar kunna að liggja í meðferð málsins í viðkomandi ráðuneyti en það eru hlutir sem ég þekki ekki og get ekki svarað um.