140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[18:03]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar handbærar um það álitamál sem hv. þingmaður spurði um, en eftir því sem ég best veit er Evrópustofa ekki fjármögnuð af IPA-styrkjum sem ráðstafað var til Íslands heldur af IPA-styrkjafé sem er til ráðstöfunar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel. Það eru þær upplýsingar sem ég tel mig þekkja. Ég vil samt hafa þann fyrirvara að þetta er eftir því sem ég best veit og ég tel að það sé ekki um að ræða fjármögnun af þeim hluta IPA-styrkjanna sem ættu samkvæmt þessu samkomulagi að renna til Íslands.