140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[20:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrst vil ég segja, úr því að hv. þingmaður nefndi styrki og er væntanlega að tala um þær áætlanir og þá samninga sem Íslendingar eru aðilar að í gegnum EES-samninginn, þ.e. eins og Erasmus og eitthvað slíkt, einhverjar slíkar áætlanir sem eru að koma — ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því um hvað þingmaðurinn er að tala, en ég hugsa að það séu einhverjir styrkir sem við erum að fá í staðinn fyrir eitthvert framlag sem við leggjum á móti og á því sé munur sem sé í plús fyrir okkur, ekki satt? (MÁ: Lesa Sveitina. ) Lesa Sveitina, ég geri það.

Það er mikill munur á þessum styrkjum og IPA-styrkjunum og hv. þingmaður verður að gera greinarmun á þeim. IPA-styrkirnir eru ætlaðir til þess að búa til glansmynd af Evrópusambandinu þannig að fólk trúi og fái þá sýn á hvað sé þar á ferð.

Varðandi að hafa áhrif getum við haft meiri áhrif á EES-reglurnar þegar þær koma inn til þingsins.