140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[22:14]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Mörður Árnason verður að eiga það við sjálfan sig hvernig hann tekur til máls og velur orðum sínum stað. Hann hefur í tvígang komið hingað upp og spurt hvernig ég hafi hagað mér í fjárlaganefnd. Nú á ég ekki sæti í fjárlaganefnd þannig að ég get ekki lýst því hvernig það hefur verið.

Varðandi þetta IPA-mál. Þegar fjárlagagerðin fór fram var mér ekki kunnugt um að fyrir lægi rammasamningur sem hefði legið fyrir í hálft ár hjá ríkisstjórninni. Það getur vel verið að Mörður Árnason hafi haft þær upplýsingar. (Gripið fram í.) Ég hafði heldur ekki séð þingsályktunartillöguna eða frumvarpið. Það hefði verið miklu skynsamlegra af hæstv. ríkisstjórn, sem hv. þm. Mörður Árnason styður, að koma fram með málið á réttum forsendum, byrja á þingsályktunartillögunni og ræða hana á öllum forsendum og koma að lokum, þegar allt var samþykkt, (Forseti hringir.) með málið í fjárlaganefnd. Þá hefðum við tekið upplýsta ákvörðun eftir upplýsta umræðu sem við (Forseti hringir.) gátum ekki.