140. löggjafarþing — 106. fundur,  25. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[00:42]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Það er farið yfir þessi mál í allt kvöld. Sitt sýnist hverjum. Aðallega er stjórnarandstaðan að tala, að undanskilinni Hreyfingunni, vegna þess að við látum okkur málefni landsins varða.

Mig langar til að spyrja þingmanninn nánar út í þennan IPA-samning sem var undirritaður fyrir rúmu ári og er fyrst núna að komast inn í þingið: Telur þingmaðurinn að þetta hafi verið til að blekkja Vinstri græna til fylgis við umsóknina, til að halda þeim þægum þar til kosningar færu að nálgast? Við vitum að einn hv. þingmaður, Jón Bjarnason, stóð heldur betur í lappirnar á móti þessum styrkjum á sínum tíma. Getur verið að þessum blekkingum hafi verið haldið fram vegna þess að það er búið að tala fyrir því að ekki séu aðlögunarviðræður í gangi? Það var verið að halda þessu leyndu — (Forseti hringir.)

Fyrirgefðu, forseti, átti ég ekki tvær mínútur?

(Forseti (ÞBack): Eina mínútu.)

Ég vona að þingmaðurinn hafi skilið spurninguna, (Forseti hringir.) ég var bara hálfnuð.