140. löggjafarþing — 106. fundur,  25. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[00:47]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni fyrir ræðu hans. Ég mundi vilja bera upp nokkrar spurningar. Hver er afstaða hv. þingmanns almennt til styrkja frá Evrópusambandinu? Hvenær hófst aðlögunarferlið og hvenær hófust styrkveitingar Evrópusambandsins að mati hv. þingmanns? Var það við aðildarumsóknina eða þegar Ísland samþykkti EES-samninginn 1993? Ég mundi líka vilja heyra nánar, þótt tíminn sé stuttur, frá þingmanninum um afstöðu hans til einstakra verkefna sem falla undir landsáætlun IPA 2011. Þingmaðurinn fór aðeins í gegnum það í ræðu sinni en telur hann rétt að fara í þessi verkefni?