140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

lengd þingfundar.

[11:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég ætla að ræða atkvæðagreiðsluna um lengd þingfundar. Ég tel ástæðulaust að ríkisstjórnin haldi sinni stefnu að taka ágreining þar sem hægt er, ef mögulegt er fer hún í ágreining. Við eigum fjóra daga eftir og eldhúsdagurinn er eftir líka. Ég held að það sem hæstv. ríkisstjórn vanti fyrst og fremst sé tímaskyn, að hún átti sig á því hvað tímanum líður. Hún ætti að taka fyrir mikilvægari mál, eitthvað sem varðar fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu og atvinnulífið en hún hefur hingað til ekki sýnt að hún hafi mikinn áhuga á fjölskyldumálum, sérstaklega þingmanna.