140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[13:38]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég vil nálgast þetta út frá þeirri staðreynd sem liggur fyrir í gögnum málsins og ég gerði ágæta grein fyrir í ræðu minni og kemur ágætlega fram í nefndaráliti mínu að ég rek í rauninni samþykktir Alþingis í þessu máli allt frá 29. maí 2008. Frá þeim tíma hefur þetta mál verið uppi á borðum hjá þinginu. Síðasta samþykktin sem formlega var gerð í þessum efnum er frá desember 2011 vegna fjárlagaársins 2012 þannig að ég tel að það séu ekki nein undirmál í meðferð Alþingis í þessu máli.

Mér er hins vegar engin launung á því að það er mikill vandræðagangur í því hjá þinginu að fullnusta þann vilja sem kom fram í ályktunum þess og samþykktum. Ég get tekið undir gagnrýni hv. þingmanns í þá veru.