140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[13:45]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta svar og hlakka til að heyra svar hans í síðara andsvari, og ítreka einfaldlega spurningu mína sem fram kom áðan.

Þetta snýst vissulega um hvort fólk hafi trú á því að ekkert lendi á ríkinu. Þar erum við hv. þingmaður ósammála og að baki afstöðu minni er álit fjölmarga aðila sem hafa bent á að þetta gangi ekki upp á þeim forsendum sem gefnar eru.

Ég veit að hv. þingmaður hefur talað fyrir vönduðum vinnubrögðum í ríkisfjármálum. Mig langar að spyrja hann hvað honum þyki um ábendingar og athugasemdir Ríkisábyrgðasjóðs og hvað gert er með þær, og hvort honum þyki rétt að taka úr sambandi tiltekna þætti laga um ríkisábyrgðir og hvort hann geti nefnt ýmsar aðrar framkvæmdir en Vaðlaheiðargöng sem eru mannaflsfrekari, meira atvinnuskapandi og sem tryggja betur umferðaröryggi í landinu (Forseti hringir.) en þessi göng.