140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[14:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var mjög skrýtin ræða. Ég hef þekkt hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur af því að vera mjög varkár í fjármálum og vilja fylgja aga en hér segir hún beint út að það sem hún skrifaði undir, með fyrirvara reyndar, standist ekki en hún leggur engu að síður til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Ég vil spyrja hv. þingmann: Datt henni ekki í hug að hætta við að skrifa undir?

Svo er spurningin, á sama tíma og fjárlaganefnd og hæstv. ríkisstjórn leggur til mikinn niðurskurð á þessu og næsta ári í t.d. heilbrigðiskerfinu, og miklu lægri tölur en hér er verið að tala um, þá er verið að fara út í 8,7 milljarða framkvæmd sem kostar ríkissjóð akkúrat þá upphæð. Telur hv. þingmaður ekki ráðlegra að ríkið haldi starfsfólki sínu í heilbrigðiskerfinu í staðinn?