140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[14:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er ekki minnkun á ríkinu því að ríkið er stærsti hluthafinn og meirihlutaeigandi að þessu fyrirtæki. Það ber alla ábyrgð og ef allt fellur um koll — hver grípur þá inn í annar en ríkið? Það er búið að ábyrgjast þetta frumvarp þannig að þetta hvílir á ríkinu nákvæmlega eins og sjúkrahúsið á Blönduósi eða háskólasjúkrahúsið í Reykjavík þar sem á að fara að skera mikið niður. Það er held ég minna virði fyrir ríkið að hafa jarðgöng einhvers staðar fyrir norðan en heilbrigðisstarfsfólk í vinnu í Reykjavík og loka deildum fyrir lífsnauðsynlegar aðgerðir.