140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[14:16]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð eiginlega að endurtaka það sem ég sagði áðan. Eins og ég fór yfir er verkefnið mikilvæg einhliða uppbygging í kreppu. Ég hef lýst því yfir og lýsti því yfir í ræðu minni að ég er sammála hv. þingmanni um að það kynni að hafa verið skynsamlegast að leggja þegar inn aukið hlutafé í verkefnið. Ekki náðist samstaða um slíkt og þá tel ég mikilvægt að við eyðum einmitt aðalóvissuþáttunum um vaxtakjör við endurfjármögnun og það gerum við með því að ákveða að ríkið veiti þetta lán út allan tímann. Ég tel niðurstöðu mína mjög rökrétta í því ljósi og það er ekkert í frumvarpinu sem kemur í veg fyrir að það verði gert.