140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[15:54]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég útskýrði í máli mínu hvernig á stuðningi mínum stæði við þetta mál. Það er verið að fjármagna samgönguframkvæmd með veggjöldum og það réttlætir að tekið sé lán, ráðist í framkvæmdina og síðan innheimt veggjöld til að standa undir láninu. Standist forsendur ekki, sem er alltaf ákveðin hætta á í svona framkvæmd, er hægt að lengja í fjármögnuninni. Þess vegna styð ég hana. Það réttlætir hana. Ég þarf ekkert að gera þetta eitthvað flóknara. Svona snýr þetta við mér og þess vegna styð ég málið. Það hefur í för með sér jákvæð áhrif í atvinnulegu tilliti, í umferðaröryggislegu tilliti og í hagfræðilegu tilliti fyrir þjóðarbúið í heild. Þess vegna styð ég málið.