140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[17:49]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá má skilja þetta þannig að komi til þess að þeir 1,5 milljarðar sem hv. þingmaður nefndi dugi ekki sem hlutafé eða að meira hlutafé þurfi, stæði væntanlega upp á ríkisvaldið að koma með aukið hlutafé inn í fyrirtækið, ef ég skil þessa hugmyndafræði rétt.

Það er ágætt að spyrja hv. þingmann líka hvort það er til fordæmi fyrir því að setja hlutafé inn í slíkt félag eða hvort það skapaði frekara fordæmi, og hvort sú leið sem hér á að fara, sú tilraun skapi hugsanlega fordæmi fyrir þá sem vilja fara í önnur verkefni og aðrar framkvæmdir á næstu árum. Ég velti fyrir mér hvort verið sé að setja ný viðmið sem við munum standa frammi fyrir á næstu árum.