140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[18:30]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þingmanni, ég held að það sé varasamt að bera þessar tvær framkvæmdir saman og jafnvel þó að stytting hafi verið meiri en verður með Vaðlaheiðargöngum gerir það ekki lítið úr þeirri styttingu. Menn verða að horfast í augu við það að um erfiðan fjallveg er að fara sem er oft ófær, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, auk þess sem menn koma lítið inn á sem er vilji heimamanna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum að ná meiri samstöðu og samvinnu í atvinnulegu tilliti þannig að fólk geti búið í meira mæli í Þingeyjarsýslunum eða á Akureyri og sótt vinnu á hinum staðnum. Þessar forsendur eru reyndar sambærilegar hvað Hvalfjarðargöng snertir. Ég hef heyrt margar ræður þar sem gert er lítið úr þessu en ég vona að menn virði það að þetta hafa heimamenn rætt í (Forseti hringir.) háa herrans tíð og binda vonir við að Vaðlaheiðargöng (Forseti hringir.) geti orðið að veruleika.