140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[21:07]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og hæstv. ráðherra kom inn á eru Vaðlaheiðargöng í raun aftar í röðinni út frá öryggissjónarmiðum og fleiru en Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng. Í ljósi þessa og að teknu tilliti til að þau standa ekki undir sér „ökonómískt“, svo ég noti orð hæstv. ráðherra, og að öllum líkindum mun þurfa fjármagn úr ríkissjóði til að þau standi undir sér, er þá ekki hægt að draga þá ályktun að með þessu sé verið að taka Vaðlaheiðargöng fram fyrir Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng? Það mun þurfa fjármagn úr ríkissjóði, einhverja milljarða, til að standa undir þessari framkvæmd. Það má lítið út af bera til að sú tala hækki ekki allverulega. Er ekki með þessu verið að taka Vaðlaheiðargöng óbeint fram fyrir Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng, sem sannarlega eru ofarlega í forgangsröðuninni út frá (Forseti hringir.) sjónarmiðum umferðaröryggis, byggðamála og fleiri þátta?