140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

endurgreiðsla IPA-styrkja.

[10:42]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Þekking mín á íslensku máli er ekki nógu djúp til að ég skilji merkingu orðsins aðlögunarþegi. (VigH: Það stendur í frumvarpinu.)

Frú forseti. Það liggur ljóst fyrir á hvaða grundvelli við vinnum þetta mál. Það er einfaldlega þannig að Ísland er ekki að aðlaga sig, við erum ekki að breyta (Gripið fram í: Segðu satt.) stofnunum okkar, við erum ekki að breyta reglum okkar eða lögum. Það sem við erum hins vegar að gera þess í stað, og það að tillögu stjórnarandstöðunnar á sínum tíma, er að gera áætlanir um hvernig við munum breyta þessum þremur þáttum (Gripið fram í.) eftir að þjóðin hefur goldið jáyrði sitt, ekki á undan. Síðan munum við nota tímann frá þeim degi og til fullgildingardags eða innan þeirra fresta sem að öðru leyti semst um, til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd. Allt hvílir þetta á því að þjóðin segi já.

Varðandi IPA-styrkina liggur algerlega ljóst fyrir að ef þjóðin segir nei, þarf ekki að endurgreiða þá.