140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

lengd þingfundar.

[15:04]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Örstutt um þetta, að sjálfsögðu skulum við funda fram eftir kvöldi enda greinilega mikilvægt að stjórnarandstaðan fái að tjá hug sinn til IPA-málsins og annarra mála sem eru á dagskrá.

Hér eru næg mál sem hægt er að taka til afgreiðslu. Tugir mála eru tilbúnir til 3. umr. og fjöldi mála er tilbúinn í 2. umr. sem við getum fjallað um hér og skipst á skoðunum um og eru ekki að tefja nein þingstörf. Það eru næg mál á dagskrá sem þingið getur afgreitt, sem við getum afgreitt í þessum þingsal.