140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:30]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Atla Gíslasyni kærlega fyrir ræðuna. Já, þetta var mikil yfirlýsing sem kom hér fram í lok ræðunnar, að Vinstri grænir væru gengnir í björg. Ég tek undir það miðað við það sem talað var um fyrir kosningar. Það var farið hér yfir það í ræðunni að því er hafnað í ráðuneytunum, sérstaklega utanríkisráðuneytinu, að um aðlögunarferli sé að ræða. Þingmaðurinn upplýsti hins vegar að fyrir þinginu liggja 34 aðlögunarfrumvörp svo við tölum ekki um þau ósköp sem við ræðum í dag þar sem Evrópusambandið ætlast til þess að við tökum inn í landið 5 þús. milljónir íslenskra króna til að aðlaga okkur enn frekar.

Mig langar í ljósi þess að spyrja út í orð hæstv. utanríkisráðherra frá því í morgun þar sem hann segir að ekkert liggi fyrir um það að um aðlögun sé að ræða, heldur þvert á móti segir hann: Við erum ekki að breyta stofnunum (Forseti hringir.) okkar og lögum og því er þetta ekki (Forseti hringir.) aðlögunarferli.