140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:34]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég tíðka það ekki í minni pólitík að nota orð eins og leyna eða blekkja, alls ekki blekkja. Það má kannski nota orðið leyna. Mér hefur sjálfum fundist gagnsæið í þessum viðræðum ekki nógsamlegt. Mér hefur fundist vanta á að sagt sé hvaða ávinningur hafi náðst í samningaviðræðum, til að mynda eins og ég nefndi. Hvað hefur áunnist sem gengur á regluverk ESB en er í þágu hagsmuna Íslendinga?

Hótanir eða ekki hótanir, ég vissi að á sínum tíma í atkvæðagreiðslunni um umsóknina var sagt við stjórnarliða að ef þeir ekki samþykktu aðildarumsóknina yrðu stjórnarslit.