140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:49]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Það voru ekki mín orð að flokkurinn sem heild hefði samþykkt afstöðubreytingu í þessum efnum í kosningabaráttunni, hvorki þingflokkurinn né í landsfundarsamþykktum. Það mátti að vísu örla á henni í einni landsfundarsamþykkt eftir á að hyggja vorið 2009, en ekki flokkurinn í heild. Ákveðnir aðilar voru í viðræðum sem ég vissi ekki um. En það var ekki flokkurinn í heild (UBK: Hverjir?) og ekki þingflokkurinn þá.

Það verða þeir að upplýsa sem stóðu að því. (Gripið fram í.) Ég var ekki fluga á vegg þar svo ég veit það ekki, en þannig birtist mér þetta í atburðarásinni í stjórnarmyndunarviðræðunum 2009 í maí og svo með því að fyrsti Icesave-samningurinn kom fram bara eins og blaut tuska (Gripið fram í.) vegna þess að ég studdi það ekki. En ég studdi og gerði fyrirvara við (Forseti hringir.) ESB-umsóknina eins og öllum er kunnugt um og áskildi mér rétt til að (Forseti hringir.) berjast gegn henni innan stjórnar.