140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[16:33]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Eins og hv. þingmann rekur kannski minni til var það sem laut að sjávarútveginum og í þessum samskiptum löngu afgreitt mál. Hins vegar hékk það á sömu spýtunni að verða formlega afgreitt af hálfu Evrópska efnahagssvæðisins. Þegar ekki var búið að innleiða kröfur Evrópusambandsins og EES-ríkjanna um frjálsan flutning dýra og hrárra matvæla hótuðu þau að reglur sem lutu að sjávarútveginum yrðu ekki heldur innleiddar. Viðskiptastríði var því hótað en reglurnar voru í sjálfu sér löngu komnar til framkvæmda í öllum viðskiptum.

Það var gríðarlega mikilvægt á þessum tíma að Alþingi samþykkti að viðhalda banni á innflutningi lifandi dýra og einnig á hráu, ófrosnu kjöti til að (Forseti hringir.) vernda bæði bústofn og ekki síst heilbrigði búfjártegunda okkar. (Forseti hringir.) Það var gríðarlega mikilvægt, (Forseti hringir.) frú forseti.