140. löggjafarþing — 110. fundur,  31. maí 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

611. mál
[14:08]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í því máli sem hér um ræðir er einungis um að ræða nýja tilskipun sem felur í sér að fella nýjar tegundir iðnaðarstarfsemi og nýjar gróðurhúsalofttegundir undir viðskiptakerfið en ekki í sjálfu sér útfærslu á viðskiptakerfinu sem slíku. Þetta á við um losun á bæði koltvísýringi og flúorkolefni í álframleiðslu og járnblendi og föngun, flutning og geymslu koltvísýrings í jarðlögum.

Það felst engin efnisbreyting í þessari tilskipun á því fyrirkomulagi viðskipta með losunarheimildir sem felst í ETS-kerfinu að öðru leyti og það er í sjálfu sér á forræði okkar hér innan lands að svara fyrir um það og hæstv. umhverfisráðherra eftir atvikum eða umhverfis- og samgöngunefndar að taka það til athugunar með hvaða hætti menn vilja síðan útfæra þetta viðskiptakerfi hér á landi.