140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

siglingalög.

348. mál
[11:51]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Í skýrslu þingmannanefndarinnar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var kveðið að því að farið yrði að huga að því hvernig við innleiddum gerðir, að skipuð yrði nefnd og farið í saumana á því hvort við gætum gert eitthvað öðruvísi í þessum innleiðingum. Ég lít á þetta sem lögafgreiðslu, ekki löggjafarstarf og uppi eru efasemdir meðal fræðimanna um að við séum að framselja fullveldi okkar og jafnvel löggjafarvaldið. Ég mun því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu og aðrar sem varða innleiðingar.