140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

611. mál
[11:55]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við fjöllum um ákvörðun EES-nefndarinnar um að innleiða koldíoxíðlosunarkvóta fyrir álver. Ég tel að í því felist gífurleg tækifæri fyrir Ísland. Ég sakna þess að hæstv. ríkisstjórn hafi ekki komið á markaðinn með koldíoxíðlosanir sem hvetja mundi bændur til að rækta skóg og endurskapa mýrar og annað slíkt. Ég vil því nota tækifærið og skora á hæstv. ríkisstjórn að taka upp almennilegan og virkan markað með koldíoxíðlosanir. Ég fagna þessari ályktun.