140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

633. mál
[12:02]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Á sama hátt og það er óeðlilegt að fólk sem heldur hesta sér til gagns og gamans í tómstundaskyni þurfi að greiða af hesthúsunum skatt, þann sama og greiddur er af atvinnuhúsnæði, er óeðlilegt að menn sem reka hina ágætu atvinnugrein hestaleigu eða aðra atvinnustarfsemi sem ekki telst vera landbúnaður greiði ekki sama skatt og annar atvinnurekstur af svipuðu tagi. Þess vegna er sjálfsagt að greiða atkvæði með tillögu hv. þm. Róberts Marshalls og minni um þetta efni og koma í veg fyrir að úr ákveðnu misrétti sé bætt með því að skapa annað misrétti. Það tekur engan enda og ef menn vilja hafa þetta eins og meiri hluti nefndarinnar vill verður málið hér á dagskrá (Forseti hringir.) væntanlega mörg þing áfram.