140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

633. mál
[12:05]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Ég er á nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar í þessu máli. Nefndin fór yfir það hvort að þessu sinni ætti að skilja á milli hesthúsa í tómstunda- og atvinnuskyni. Niðurstaða meiri hluta nefndarinnar var sú að það væri flókin aðgerð eins og landið lægi í þessum málum að skilja á milli hesthúsa í tómstunda- og atvinnuskyni. Þess vegna var niðurstaða nefndarinnar sú að fara þessa leið núna og í framhaldinu yrði þetta skoðað. Því segi ég nei við þessari breytingartillögu og styð heils hugar niðurstöðu meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar.