140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

barnalög.

290. mál
[12:15]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég er mjög ánægð með að við höfum ákveðið að uppfæra barnalögin okkar og laga þau að þeim veruleika sem börn búa við í dag og hafa reyndar búið við í nokkuð langan tíma. Þarna eru mjög veigamiklar breytingar sem ég styð að öllu leyti og ég vona að þingið muni styðja þær af sama einhug og við unnið var að þeim í nefndinni.

Ég þakka hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni fyrir mjög góða og faglega vinnu í þessu máli og jafnframt nefndarmönnum í velferðarnefnd þar sem ég er áheyrnarfulltrúi. Þetta er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir réttindi barna og líka réttindi beggja foreldra þannig að þeir geti umgengist börnin sín eðlilega.