140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

barnalög.

290. mál
[12:26]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða grein sem nefndin mun taka til umfjöllunar sérstaklega á fundi í hádegishléi þingsins. Þess vegna finnst mér rétt að sitja hjá við afgreiðslu þessarar tillögu að svo stöddu fyrst umfjöllun í nefndinni er ekki lokið.