140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

barnalög.

290. mál
[12:27]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (U):

Frú forseti. Velferðarnefnd gerði tillögu um þrjár efnislegar breytingar á frumvarpi hæstv. innanríkisráðherra, þ.e. heimild til að úrskurða sérstaklega um lögheimili, sem lögð er til og við höfðum greitt atkvæði um, heimild dómara til að úrskurða sameiginlega forsjá, sem við höfum greitt atkvæði um, og svo leggur velferðarnefnd til og það hefur verið samþykkt að heimild til aðfarar vegna tálmunar á umgengni sé áfram inni í barnalögum, en frumvarpið gerð ráð fyrir að sú heimild yrði tekin út. Velferðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að taka þá heimild út ef engin önnur úrræði til að koma á umgengni þegar hún er tálmuð kæmu inn í staðinn. (Forseti hringir.) Leggja ber áherslu á að það er í algerum undantekningartilvikum sem svona aðför fer fram, þær eru mjög sjaldgæfar. (Forseti hringir.) Við setjum inn ný skilyrði fyrir aðför og er það með dálítið öðru sniði en það sem er nú í lögum.