140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

almenn hegningarlög.

344. mál
[12:32]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég fagna því að nefndin skuli hafa veitt þessu frumvarpi góða vinnu og ég fagna því að frumvarpið kom fram í framhaldi af því að Íslendingar staðfestu Lanzarote-sáttmálann eins og hv. þm. Þuríður Backman rakti hér áðan. Ég tel að við séum að stíga hér mikilvægt skref og stöndum eftir betur að vígi í baráttunni gegn þeirri vá sem um er að ræða.