140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

menningarminjar.

316. mál
[12:45]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vil geta þess að ég styð þetta frumvarp og styð það líka að hv. allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál til frekari skoðunar. Ég vil sérstaklega lýsa yfir ánægju minni með þau viðbrögð sem hér hafa komið fram hjá mörgum þingmönnum Samfylkingarinnar sem fagna því allt í einu mjög að fá álit frá sérfræðingum og ætla að taka tillit til þess, sem er ekki algengt þessa dagana í þinginu.