140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda.

736. mál
[13:06]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Já, ég held að það sé rétt hjá hv. þm. Jónínu Rós Guðmundsdóttur að hér sé merkilegt mannréttindamál á ferðinni og líka merkilegt framfaraskref í velferðarþjónustu. Ég óska bæði okkur til hamingju með að vera að afgreiða þetta núna og þeim ágætu félögum okkar sem hér eiga helst hlut að máli.

Við erum öll í einhvers konar áttunarvanda, sum í pólitískum áttunarvanda og önnur í persónulegum áttunarvanda og svo eru sumir í kynáttunarvanda og öll erum við í einhvers konar vanda og við skulum bara taka saman um að leysa úr slíkum áttunarvandamálum í eitt skipti fyrir öll. Ég segi já. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)