140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:16]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú hefur verið farið fram á og veitt leyfi fyrir tvöföldum ræðutíma í þessu máli. Það er engin starfsáætlun í gildi fyrir þingið, hún er fallin úr gildi, og þingið starfar bara hér á einhverjum ad hoc basis þar sem enginn veit hvenær það endar.

Nú er þetta mál allflókið en það er ekki svo flókið að ekki sé hægt að klára það. Ég hef unnið í því á öllum stigum sjálfur. Þess vegna vil ég skora á forseta og/eða meiri hluta þingmanna að ákveða það einfaldlega hér í dag, í samræmi við 64. gr. þingskapa, að umræðu ljúki um þetta mál eigi síðar en næsta þriðjudag síðdegis. Þangað til eru ríflega fjórir sólarhringar. Það er nægur tími, yfirdrifið nægur tími til að klára að ræða þetta mál á þeim tíma, jafnvel þó að ræðutíminn sé tvöfaldur. Það er enginn bragur á því ef menn ætla að tala hér um þetta mál nánast endalaust, að ég tali ekki um þegar engin starfsáætlun er í gangi í þinginu.