140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:18]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi er tillaga hv. þm. Þórs Saaris algjörlega ótímabær. Í öðru lagi finnst mér hún sérlega ósmekkleg af þingmanni sem talar hér einna helst um lýðræði og jafnrétti, að menn eigi að vera frjálsir og allt það, og ætlar svo að stöðva fyrir fram umræðu sem ekki er hafin í þingsal. Mér finnst þetta til háborinnar skammar, herra forseti, og ég trúi því ekki að forseti eða aðrir þingmenn taki undir slíkt.