140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:27]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að fylgja þessu eftir með því að spyrja hv. þingmann: Hvernig telur hann rétt, samþykki hann það á annað borð að veiðigjald eða auðlindagjald í einhverju formi eigi rétt á sér, að leggja slíkt gjald á? Við hvað skal þá miðað? Er þingmaðurinn þá fylgjandi því að fast verð sé sett, krónur á hvert kíló, eða telur hann réttlætanlegt yfirleitt að taka mið af arðsemi í greininni og reyna að reikna veiðigjaldið út frá því? Þetta er prinsippspurning.