140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[22:03]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja fyrrverandi skattamálaráðherra landsins um það þegar hann segir að þetta leiðréttist í gegnum skattinn. Er það ekki rétt og getum við ekki skilið það rétt saman og verið sammála þeim sérfræðingum sem nefndin hefur fengið til starfa, að eftir því sem tekjumöguleikar útgerðar eru meiri og skatturinn er hlutfallslega af afkomunni þá verður meira eftir? Gefum okkur að veiðigetan sé meiri og án breytingar á fastakostnaði, það er einhver breytilegur kostnaður, verði tækifæri útgerðanna til fjárfestinga og til að standa undir skuldbindingum meiri þannig að þetta leiðréttist ekki alveg ef tekjurnar eru skertar.

Í öðru lagi hvort hæstv. ráðherra geti tekið undir með hv. þm. Helga Hjörvar að á þessum tíma — vegna þeirrar miklu óvissu sem skapast við þessi frumvörp — sé ekki mikil (Forseti hringir.) ástæða til þess að hreyfa við rekstrarumhverfi sjávarútvegsins að öðru leyti en breytingum á (Forseti hringir.) veiðigjaldi þannig að menn geti verið að þróa þetta á einhverjum tíma.