140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:05]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni og formanni atvinnuveganefndar, Kristjáni L. Möller, fyrir ræðuna. Mig langar aðeins til að spyrja hann út í þá tillögu sem Daði Már Kristófersson kom með á nefndarfund hjá okkur í morgun, sá sérfræðingur sem hefur verið að vinna fyrir nefndina, þegar hann nefndi að það væri miklu heppilegri leið að pottarnir í þessu kerfi okkar í framtíðinni væru sem fast hlutfall af heildarafla. Þeir yxu með því og sveifluðust þá eins.

Og í tengslum við það, hvort það sé þá ekki sanngjarnt, eins og núna þegar við sjáum fram á aukningu í þorski eftir miklar skerðingu á undanförnum árum, að þeir njóti sem voru búnir að kaupa þær aflaheimildir sem þeir höfðu keypt og fái það til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem þeir hafa (Forseti hringir.) átt í erfiðleikum með.