140. löggjafarþing — 111. fundur,  2. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:13]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Fyrir mér eru þessi frumvörp tákn um aukna og hreina markaðsvæðingu á sjávarútveginum og byggðasjónarmiðin og sjónarmið sjávarbyggðanna lúta í lægra haldi í þessum frumvörpum.

Ég hef ekki trú á því að með því að taka allt fjármagnið inn í ríkissjóð og ætla síðan að deila því aftur út skili það sér aftur til sjávarbyggðanna í þeim mæli að styrkja þær. Við þekkjum söguna um raforkuna. Leggja átti skatt eða arðsemiskröfu á raforkufyrirtækin og síðan ætlaði ríkissjóður að jafna raforkuverð úti um landsbyggðina. Það hefur alls ekki gengið eftir og fjarri því, við fjarlægjumst jöfnuð í raforku enn meir þótt raforkan komi úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

Ég set því mikla fyrirvara (Forseti hringir.) við þessa pólitísku nálgun í frumvarpinu. (Forseti hringir.) Það má síðan velta fyrir sér tæknilegum útfærslum en ég set mikla fyrirvara við þessa pólitísku nálgun.