140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

frumvörp um sjávarútvegsmál.

[10:53]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Er það svo, hv. þingmaður, að þessi ólögmæta aðgerð sem nú á að fara í, sem gengur gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, (Gripið fram í: Hver segir það?) sé gerð í fullri sátt við sjómenn og landverkafólk? Var leitað samráðs við það fólk um þessa aðgerð? Ég er ansi hrædd um (Gripið fram í.) ekki, virðulegi forseti. Það er bjargföst skoðun mín að hér sé um pólitískt verkfall að ræða sem er í aðsigi, ólögmætt og á ekki heima í lýðræðislegu þjóðfélagi. (Gripið fram í.) Þannig standa málin. (Gripið fram í: Svaraðu spurningunum.) Og ég held að ákveðnir hv. þingmenn ættu að líta í eigin barm, hvernig þeir hafa hagað sér í þeim umræðum sem hafa farið hér fram í þessu máli og öðrum. Þeir haga sér alltaf eins og þeir séu með meirihlutavaldið á þinginu, að þeir hafi dagskrárvaldið [Frammíköll í þingsal.] en ekki að hér sé meirihlutaríkisstjórn (Forseti hringir.) sem á að geta með eðlilegum hætti komið þeim málum fram sem hún er að berjast fyrir. (Gripið fram í: Svaraðu spurningunum.) (Gripið fram í.)