140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

framhald þingstarfa.

[11:25]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Forseti. Hv. þingmaður og þingflokksformaður okkar sjálfstæðismanna, Ragnheiður E. Árnadóttir, bar fram þá skiljanlegu spurningu hvernig þingstörfum verði fram haldið. Síðan er hún vænd um að liðka ekki fyrir þingstörfum. Mig langar aðeins að segja ykkur hvernig dagskrá þingsins var í síðustu viku.

Á miðvikudaginn voru 18 mál afgreidd. Á fimmtudaginn 22 mál úr ýmsum málaflokkum afgreidd. Hvað gerðist á föstudaginn? Fyrstu 18 málin voru annaðhvort þingsályktunartillögur eða löggjöf afgreidd héðan frá þingi. Og síðan ýmis mikilvæg mál, um loftferðir, menningarminjar, myndlistarlög, háskólar o.fl., afgreidd við 3. umr. Er verið að segja stjórnarandstaðan sé að þvælast fyrir? Hvers konar er þetta?

En ég vil um leið undirstrika að ég fagna því sérstaklega að forsætisráðherra og aðrir formenn stjórnmálaflokkanna hér á þingi ætla að hittast í dag. Þá vil ég minna hæstv. forsætisráðherra á það í leiðinni að hún fer ekki inn á þann fund til að semja við sjálfa sig.