140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:36]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og kom fram í mínu máli sit ég ekki í atvinnuveganefnd þannig að það sem ég hef eru bara nefndarálit, frumvarpið sjálft og þær umsagnir sem hafa komið fram um málið. Þetta eru þær tölur sem standa í þessum umsögnum sem ég las beint upp úr.

Það sem ég vitnaði síðan líka í er það sem sjómenn sjálfir segja, að það sé þegar komin krafa frá útgerðarmönnum um að lækka skiptaprósentuna til að tryggja þar með að þeir hafi þá meira í sinn vasa þegar þeir eru búnir að draga frá laun og annað og borga síðan veiðigjaldið. Þeir eru bara að benda á að þetta verður afleiðingin. Þeir gerðu það í umsögn til atvinnuveganefndar og þar sem hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir situr í þeirri nefnd geri ég ráð fyrir að hún hafi lesið hana. Ég er bara að vitna í það.

Eins og stefna Framsóknarflokksins er tölum við fyrir hóflegu veiðigjaldi (Forseti hringir.) en ég er hér líka að tala um mína afstöðu þar sem ég (Forseti hringir.) hef lagt áherslu á að það skiptir máli að tryggja að laun starfsfólksins (Forseti hringir.) verði sem hæst.