140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[23:26]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nokkuð merkilegt að fara yfir þessar umræður og hvernig skoðun hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur breyst.

Hv. þingmaður fór líka yfir það í ræðu sinni hvernig skattteknanna yrði aflað og ráðstafað. Því vil ég spyrja hv. þingmann í því ljósi hvaða ástæðu hann telji fyrir því að málið sé unnið svona. (Gripið fram í.) Það er farið fram með mál án þess að greina áhrif þess á sjávarbyggðirnar, það er eins og þetta séu börn að fikta með eldspýtur.

Man hv. þingmaður í svipinn, hann er afskaplega minnugur maður, eftir einhverju kosningaloforði hjá Vinstri grænum síðan 2009 sem þeir eru ekki búnir að svíkja? Það er hættulegt að rifja það upp því að ef eitthvað væri eftir mundu þeir væntanlega svíkja það. Man hv. þingmaður eftir einhverju kosningaloforði Vinstri grænna frá árinu 2009 (Forseti hringir.) sem þeir eru ekki búnir að svíkja?