140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[18:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég fyrirgef hv. þingmanni að koma með svarið í næsta andsvari. En í stóra frumvarpinu er til dæmis mikil takmörkun á framsali. Eftir 20 ár er ekkert framsal og það gerir arðsemi greinarinnar mjög varasama, eykur ávöxtunarkröfu í greininni þannig að hún mun ekki skila þeim hagnaði sem er forsenda þess sem við erum að ræða í þessu frumvarpi.

Síðan varðandi ríki og þjóð, sem ég vildi gjarnan að hv. þingmaður kæmi inn á. Sér hann engan mun á ríki og þjóð? Sér hann ekki mun á ríkisvaldinu, ráðherrum, stjórnmálamönnum og þingmönnum og öðrum slíkum og svo Jóni og Gunnu sem starfa kannski á Hvolsvelli eða Vík í Mýrdal eða einhvers staðar í frystihúsi í Vestmannaeyjum?