140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[18:45]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður má hafa allar skoðanir á ræðu minni. Við erum sjálfsagt ósammála um margt í pólitík, en við erum sammála um að það eigi að taka upp hóflegt veiðileyfagjald. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka lagt áherslu á að taka upp hóflegt veiðileyfagjald og hefur talað þar um 10–12 milljarða. Við erum því að ná saman um hóflegt veiðileyfagjald.

Ég hef talað fyrir því að við eigum að setja loka fyrir það að þeir sem eru búnir að selja sig úr kerfinu komist aftur inn í það. Það finnst mér fullkomlega eðlilegt vegna þess að þeir sem á annað borð eru búnir að selja sig út úr kerfinu hafa greinilega engan áhuga á að fara inn í það aftur, til hvers voru þeir annars að selja sig út úr kerfinu upphaflega? Þannig að það sé hreinu. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að ef menn eru að fara út úr kerfinu skuli þeir fara út úr kerfinu. (Gripið fram í.)