140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:50]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég á kannski ekki stóralvarlegt erindi við hæstv. forseta en eftir því sem ég kemst næst er enginn stjórnarþingmaður í húsi nema hæstv. forseti. Ég held að full ástæða sé til að forseti geri ráðstafanir til að kalla í hús stjórnarþingmenn, í það minnsta þingmenn sem bera ábyrgð á þessu máli, þannig að þeir geti setið og hlustað á það sem fram fer.

Nú kann að vera að þingmenn séu á skrifstofum sínum en það er held ég sanngjörn krafa að einn eða fleiri úr stjórnarþingmannahópnum og atvinnuveganefnd séu á svæðinu og geti hugsanlega komið í andsvör við stjórnarandstöðuþingmenn sem tala hér eða veitt þær upplýsingar sem kallað er eftir.

Í fullri vinsemd bið ég hæstv. forseta að reyna að gera mönnum viðvart um að þeir mæti í þingsal og verði við þessa umræðu með einum eða öðrum hætti.