140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[11:37]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Eins og vænta mátti gerði hv. þingmaður skilmerkilega grein fyrir þeim mikla mun sem er á áherslum Framsóknarflokksins í sjávarútvegsmálum og þeim áherslum sem koma fram í fyrirliggjandi frumvörpum ríkisstjórnarflokkanna. Það ber hins vegar á því í allri þessari umræðu og hefur gert í þessum þremur tilraunaskotum ríkisstjórnarinnar til að sprengja þetta kerfi í loft upp, að ríkisstjórnarflokkarnir reyna báðir í vandræðum sínum að tengja önnur flugför sinni vonlausu vegferð. Það er einfalt mál sem hefur verið mjög vel skýrt í orðræðu hv. þingmanns.

Ég vildi gjarnan líka spyrja hv. þingmann hvort hann telji að þetta mál komist til einhverra lykta í því þrátefli sem (Forseti hringir.) um það ríkir þessa dagana á þingi. Það væri (Forseti hringir.) mjög fróðlegt að heyra frá hv. þingmanni sjónarmið hans á þá möguleika sem hann gæti komið auga á í stöðunni.