140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[19:06]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað fagnaðarefni þegar hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar taka málefnalega þátt í umræðunni sem á sér stað um þau mikilvægu mál sem eru á dagskrá, og ber að þakka það.

Ég saknaði þess hins vegar að hv. þm. Magnús M. Norðdahl skyldi ekki verja meiri tíma í ræðunni til þess að svara þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þau frumvörp sem liggja fyrir og þá einkum það frumvarp sem snýr að veiðileyfagjöldunum því að frumvarpið um stjórn fiskveiða er ekki komið á dagskrá þó að málin tengist.

Umsagnaraðilar, sérfræðingar, hvarvetna í þjóðfélaginu hafa tjáð sig mjög harkalega um þessi frumvörp, komið fram með fjöldamörg gagnrýnisatriði og eindregið varað við afleiðingum þess að þau verði lögfest. Ég spyr: (Forseti hringir.) Telur hv. þingmaður ekki að þessi hörðu viðbrögð víða í þjóðfélaginu, miklu víðar en bara hjá samtökum útgerðarmanna, kalli á (Forseti hringir.) mjög róttæka endurskoðun á þessum frumvörpum?