140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[19:14]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt sem hv. þingmaður segir að ef lagður er á nefskattur er lögð ákveðin krónutala á alla og öllum er ljóst hver sá skattur er, hvaða nafni sem við nefnum hann. En ef reiknireglan er óljós og óskýr er fólki ekki ljóst í hverju hún er fólgin og það var það sem ég var kannski frekar að spyrja hv. þingmann að. Þurfum við ekki, löggjafinn sem og hagsmunaaðilar, að ná einhverri sæmilegri sátt um það svo að menn viti í hvað stefni?

Síðan vil ég spyrja hv. þingmann að því hvort hann telji að það standist að miða sérstakt veiðigjald við stöðu útgerðarinnar á þeim tíma þegar sú skattlagning sem við ræðum hér var ekki fyrir hendi, eins og hefur komið fram í umsögnum, og að miða til dæmis við árið 2010 ef skattleggja á fyrir árið 2012.